laugardagur, 23. nóvember 2013

Jólin nálgast

Það er ýmislegt sem fylgir jólahátíðinni. Smákökubakstur er eitt af því, ég hef nú aldrei bakað brjálað mikið af smákökum en það eru nokkrar sortir sem ekki má vanta í desember. Sörur eru þar efst á lista en það er ekki langt síðan ég náði lagni við að gera þær en kremið getur verið erfitt að búa til. Svo eru það blessuðu lakkrístopparnir en þeir eru gerðir nokkrum sinnum í desember og það skiptir engu máli hversu margir eru gerðir í einu þeir eru horfnir nokkrum dögum seinna :) auðvitað má ekki gleyma súkkulaðibitakökunum og engiferkökunum.

Í ár fæ ég hjálparbakara í heimsókn og ætlum við að gera smákökur saman en ætli það verði þá ekki skellt í piparkökur með litlu skvísunni og get ég ekki beðið :D